Rakarastofan
Rakarastofa Ragnars og Harðar var stofnuð 17.febrúar árið 1957 af Herði Þórarinsyni rakarameistara og Trausta Thorberg, Trausti starfaði á stofunni fyrstu 3 árin en Hörður vann til ársins 2007 og hafði þá staðið við stólinn í 60 ár. Frá fyrsta degi hefur rakarastofan verið í hjarta miðbæjarins við Vesturgötu 48 í Reykjavík. Árið 1974 bættist önnur kynslóð við þegar Ragnar, sonur Harðar, fylgdi í fótspor föður síns og hefur unnið alla tíð síðan á stofunni. Þriðji ættliðurinn bættist við árið 2008, Gunnlaugur Hreiðar Hauksson bróðursonur Ragnars og afabarn Harðar hann starfar ekki lengur á stofunni. Hrafnhildur Þórarinsdóttir afa barn Harðar og bróðurdóttir Ragnars starfar í dag á stofunni. Rakarastofa Ragnars og Harðar sérhæfir sig í klippingu á hári, skeggsnyrtingu og rakstri.